Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

verkferlar um viðbrögð við ógnandi hegðun og ofbeldi meðal barna og ungmenna.

17. mál
[15:12]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og lýsi mig algjörlega sammála þessari nálgun og í rauninni kom nú akkúrat það fram sem ég var að leita eftir, hvort hún sæi fyrir sér að þegar þeir aðrir hagaðilar, sem ég lít á að sé samfélagið allt en það þarf að búta það með einhverjum hætti niður, geti komið að þessari vinnu þegar málið fer í frekari þinglega meðferð. Annars vil ég bara þakka hv. þingmanni fyrir að bera þessa tillögu hér fram. Hún er tímabær, því miður, í samfélaginu. En það er verk að vinna og við verðum öll að gjöra svo vel og taka þátt í þeirri vinnu og vinna bug á þessu ástandi og kveða það í kútinn hið fyrsta.