154. löggjafarþing — 21. fundur,  26. okt. 2023.

brottfall laga um heiðurslaun listamanna.

50. mál
[11:54]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Lífið er ekki einfalt. Það er eiginlega eina svarið sem ég get gefið við þessum vangaveltum. Þetta er vissulega flókið úrlausnarefni en eftir stendur það að ég tel að samfélagslegur ávinningur sé svo mikill af því að heiðra úrvalslistamenn sem almenn sátt er um, að það sé til vinnandi að standa í því að leysa af hendi þetta flókna verkefni. Á móti kemur að það er alltaf ánægjulegt að heiðra fólk fyrir sitt góða starf. Ég hef tekið þátt í þessu starfi og alls ekki alltaf haft minn vilja fram, en ég hef alltaf tekið þátt í þessari afgreiðslu og gert það með mikilli ánægju. Ég tel að það yrði mikið skref aftur á bak ef við hættum að heiðra okkar fremstu listamenn með þessum hætti, a.m.k. ættum við ekki að gera það fyrr en við erum búin að finna aðrar leiðir sem augljóslega séu hentugri.