137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

tilkynning um dagskrá.

[13:34]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Ráðgert var að halda utandagskrárumræðu um upplýsingar um Icesave-samningana kl. 3 í dag þar sem málshefjandi væri hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hæstv. fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon yrði til andsvara en ekki er ljóst hvort umræðan verður. Forseti mun halda stuttan fund með þingflokksformönnum að lokinni umræðu í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Að loknum þeim stutta fundi verður gert ljóst hvort utandagskrárumræðan verður í dag eður ei.