142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[18:34]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga er einföld. Hún felur í sér að ákvæði um 1.315.200 kr. í frítekjumark vegna atvinnutekna fyrir örorkulífeyrisþega verður fært úr bráðabirgðaákvæði inn í lagaákvæði. Við teljum það mikilvægt því að samkvæmt frumvarpi ráðherra er verið að hækka frítekjumark ellilífeyrisþega og við teljum að í sama lagaákvæði eigi þessi frítekjumörk að vera en frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna eigi ekki að vera í bráðabirgðaákvæði sem að öðru óbreyttu rynni þá út um áramót.

Ég hvet því þingheim til að mismuna ekki örorkulífeyrisþegum með þeim hætti sem yrði ef þessi breytingartillaga verður ekki samþykkt.