144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:30]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Álfheiði Ingadóttur fyrir svörin. Við erum algjörlega sammála um að við eigum ekki að gefa neitt eftir í þessari baráttu. Við eigum að virða öll þau tæki sem vinna gegn aukinni drykkju, ekki síst þegar kemur að unglingunum.

Ég skildi hv. þingmann þannig að hún hefði ekki beinlínis trú á því að miðlun þekkingar og upplýsinga í gegnum Forvarnasjóð mundi skila sér í auknum forvörnum. Ég vil ítreka af því að hún notaði orðið „bara“ hér að við erum að ræða breytt sölufyrirkomulag. Öll hin tíu eða ellefu atriðin sem nefnd voru í takmörkunum á aðgengi (Forseti hringir.) halda sér.