150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

varamenn taka þingsæti.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá 7. þm. Norðvest., Höllu Signýju Kristjánsdóttur, 6. þm. Norðvest., Guðjóni S. Brjánssyni, og 3. þm. Norðvest., Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, sem og frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd 4. þm. Suðurk., Ásmundar Friðrikssonar, um að þau verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum.

Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, Stefán Vagn Stefánsson, 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, Arna Lára Jónsdóttir, 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, Bjarni Jónsson, og 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Kristín Traustadóttir, en 1. varamaður á lista í kjördæminu situr þegar á þingi.

Þau hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.