150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

lyfjamál.

194. mál
[17:10]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Mig langar aðeins að taka tvo punkta í þessari umræðu í sambandi við lyfjaskort, mikilvægi þess að ætíð séu til lyf í landinu. Ég minni á þingsályktunartillögu mína um innlenda framleiðslu á innrennslisvökvum, sem eru sannarlega lyf og skipta mjög miklu máli fyrir okkur Íslendinga að framleidd séu hér. Í beinu framhaldi af því minni ég á umhverfisvinkilinn og minni sérstaklega á mikilvægi þess að horft sé til umhverfisþátta og umhverfismála, líka þegar við veltum fyrir okkur innkaupum á lyfjum og lyfjaframleiðslu.