139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

úthafsrækjuveiðar og svör við fyrirspurnum.

[15:46]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Mér kemur í sjálfu sér á óvart að hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson skuli velja að gera svo mjög að umtalsefni veðtöku í rækjukvóta. Ég var bara að benda á að að mínu mati eru margir alvarlegir hnökrar á núverandi fiskveiðilöggjöf og einn af þeim birtist okkur í þeirri stöðu að aflaheimildir voru t.d. farnar af stórum útgerðarstað eins og Flateyri. Fólkið sem býr þar er gjörsamlega (Gripið fram í.) varnarlaust gagnvart slíkum aðgerðum.

Þess vegna þótti rétt að bregðast við því eins og hægt var innan núgildandi laga. Ég bendi á að það er margt í lögum um stjórn fiskveiða sem þarf að endurskoða (Forseti hringir.) og að því er unnið.