144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:16]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki verið að breyta neinu af þeim atriðum sem hv. þingmaður fór hér yfir. Aldurstakmörkin eru þau sömu, það er ekki verið að breyta auglýsingunum eða einu eða neinu í því efni svo það sé á hreinu.

Til að upplýsa hv. þingmann er tillagan í frumvarpinu um að auka fjármuni til lýðheilsusjóðs til að taka á þeim áfengisvanda sem er til staðar í dag. Þess er getið í frumvarpinu og ég hef margoft sagt það að forvarnir skila mestum árangri.

Hefur hv. þingmaður trú á því að ef sá sem afgreiðir áfengið er á launaskrá hjá opinberum aðila sé það aðalleiðin til að hindra ofnotkun þess?