149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:56]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það að nauðsynlegt er að hafa regluverk í þessum efnum. Því miður hefur vantað gegnsæi í ákvarðanatöku, það kemur fram í skýrslunni. Við sjáum t.d. hvað varðar stýrivaxtahækkanir og ákvarðanir peningastefnunefndar að það er nauðsynlegt fyrir markaðinn að átta sig á því hvað bankinn er að fara og líka fyrir almenning. Þetta hefur verið, eins og ég sagði hér, sveipað svolítilli dulúð og ákvarðanir jafnvel teknar í bakherbergjum sem ég held að sé ekki gott. Það er rétt hjá hv. þingmanni, þetta er svolítill rauður þráður í þessari skýrslu. Ég fagna því að starfshópurinn skuli benda á þetta og leggja til leiðir til að auka gagnsæi. Það er afar mikilvægt í þessu sambandi.