139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[16:17]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að skipta spurningum mínum til hv. þingmanns í tvennt vegna þess að ég hef skemmri tíma. Þá er ég kannski fyrst og fremst að eiga orðastað við hagfræðinginn, hv. þm. Þór Saari: Stóra málinu sem er ósvarað í tillögum sjálfstæðismanna er gjaldmiðilsspurningin.

Nú er það svo að fyrir hvert einstakt heimili er stóra málið húsnæðisskuldir og vextir spila þar stóra rullu. Við getum örugglega gefið okkur að a.m.k. 1 til 2% af þeim vöxtum sem í gangi eru á íslenskum húsnæðislánamarkaði eru tilkomnir vegna sveiflu íslensku krónunnar.

Hvert á svarið að vera í þeim efnum? Hvernig finnst hv. þingmanni að við eigum að beita okkur í þessum efnum? Er það ekki átakanlegt í þeim tillögum sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur hér fram að þessari stóru spurningu er ekki svarað?