140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

skipulagslög.

105. mál
[15:45]
Horfa

Flm. (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra sérstaklega einnar spurningar í framhaldi af ræðu hv. þm. Marðar Árnasonar hér áðan, hvernig ráðherranum líst á þá tillögu að setja ráðherra frest, fjögurra vikna frest sem er einmitt í samræmi við þann frest sem sérfræðingar Skipulagsstofnunar hafa, til að synja, fresta eða staðfesta aðalskipulag innan fjögurra vikna frá því að tillaga frá Skipulagsstofnun berst ráðuneytunum.