149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

skógar og skógrækt.

231. mál
[22:02]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Frú forseti. Það er mat ráðuneytisins og mitt líka að það sé skynsamlegt að fara þessa leið, að hafa þau þvingunarúrræði sem þarna eru nefnd til sögunnar, í þessu tilfelli dagsektir og síðan það sem við ræddum hér áðan varðandi stjórnvaldssektirnar. Ég geri ráð fyrir því að hv. þingmaður muni taka þetta upp við umfjöllun nefndarinnar og beini því bara í þann farveg, en ítreka það að ég tel að þetta sé eðlileg ráðstöfun í þessum málum.