149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

skógar og skógrækt.

231. mál
[22:45]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður. Ég var greinilega aðeins of óþreyjufull að fá fram viðbrögð þingmannsins varðandi sameiningu þessara tveggja stofnana. Það væri áhugavert ef hæstv. ráðherra gæti komið aðeins inn á það í ræðu sinni á eftir hvort hann sjái einhverja framtíð í því.

Ég þakka hv. þingmanni svörin og vil nota tækifærið og ítreka að ég er fegin því að þessi frumvörp séu komin fram og tel mikilvægt að þau verði afgreidd, enda hefur það tekið alllangan tíma eins og komið hefur verið inn á og þetta verið lagt fyrir áður. Ég átta mig ekki einu sinni á því hvort ég hafi beint spurningu fyrir hv. þingmann. Ég þakka svörin og held að ég láti þetta gott heita.