131. löggjafarþing — 24. fundur,  10. nóv. 2004.

Hreindýrarannsóknir.

169. mál
[15:31]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Mér finnst þessi fyrirspurn dálítið undarleg vegna þess að í dag yrðu hreindýr sennilega ekki leyfð ef þau væru ekki þegar til staðar. Hreindýrin eru í rauninni umhverfisslys. Mér er kunnugt um að menn hafa óskað eftir því að flytja hreindýr til Vestfjarða og það er bannað. Það er því dálítið undarlegt að menn skuli nota þessi sömu hreindýr sem einhvers konar rök í umhverfismálum.