139. löggjafarþing — 24. fundur,  10. nóv. 2010.

störf þingsins.

[14:20]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Af orðum mínum í svari við fyrirspurn hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur í gær um fund þingmanna Hreyfingarinnar með forseta Íslands vegna tilmæla okkar um utanþingsstjórn skildist sumum að forsetinn hefði sjálfur átt frumkvæðið að þeim fundi. Að fenginni ábendingu og vegna stöðu forsetans í stjórnskipan landsins er rétt að það komi skýrt fram að Hreyfingin sendi forseta bréf með tillögunni og óskaði eftir fundi í framhaldi af því. Forseti brást skjótt og vel við, bauð okkur til fundar og funduðum við með honum á Bessastöðum tveimur dögum síðar. Frumkvæðið að fundinum kom því alfarið frá Hreyfingunni.

Úr því að ég er hér uppi vil ég þá gaspurslaust jafnframt nota tækifærið og ítreka þá skoðun sem fram kemur í tillögum okkar, að hér á landi ríki stjórnarkreppa þar sem hvorki ríkisstjórnin né Alþingi séu fær um að leysa úr þeim alvarlegu vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir, og skora jafnframt aftur á forsætisráðherra einfaldlega að skila umboði sínu.