153. löggjafarþing — 24. fundur,  27. okt. 2022.

hreinsun Heiðarfjalls.

[10:48]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra hvellskýr svör. Það sem upp á vantaði er spurningin um kostnaðinn við að fjarlægja þau eitur- og spilliefni sem hér eru því miður enn í jörðu með smitandi áhrifum, m.a. í vatnsból, og hvort við þurfum ekki einmitt á þessum tímapunkti að láta fjarlægja þetta, þetta getur sannarlega haft áhrif á mannfólkið og dýrin og framleiðsluna í landinu, og ef ekki nást skjótir, ótvíræðir samningar að við hreinlega reiðum fram það sem til þarf. Ég legg til að við byrjum á Langanesi og sendum reikninginn. Er þetta ekki réttmæt krafa í ljósi alls og alls?