154. löggjafarþing — 24. fundur,  7. nóv. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá matvælaráðherra og utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 272 og 363, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni. Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 398, um brjóstapúða, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 374, um samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, frá Indriða Inga Stefánssyni.