137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

stuðningur við Icesave-samninginn.

[15:09]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í innantöku Sjálfstæðisflokksins sem leitar sér leiða til að hlaupast frá ábyrgð sinni í þessu máli sem er mikil en kúnstugar þykja mér þær æfingar, það verð ég að segja. Það var hluti af samkomulaginu að Bretar afléttu frystingunni fyrir 15. júní og það hafa þeir gert. Það er sömuleiðis í samkomulaginu gengið frá forsendum gildistöku samkomulagsins og ein af þeim er að Alþingi fallist á þá ábyrgð á eftirstöðvum samningsins frá og með 2016 sem samningurinn gengur út frá. Þegar frumvarpið kemur til þings gerist það væntanlega með hefðbundnum hætti og málið fer í hendur Alþingis og örlög þess ráðast þar.