137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

117. mál
[19:02]
Horfa

Flm. (Birgitta Jónsdóttir) (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Kærar þakkir fyrir þessar spurningar. Til að gæta jafnræðis við það sem kom úr hinu frumvarpinu, sem ég held að hafi verið 15% þröskuldur, okkar hugmynd var að hafa 7% þröskuld, þá leggjum við til að þetta sé 10%. (Gripið fram í: Þátttaka?) Nei, ekki þátttaka. Það er ekki skilgreint í þessu frumvarpi en ég vona að það verði tekið fyrir í nefndinni þegar málið fer til nefndar sem er allsherjarnefnd.

Varðandi seinni spurninguna mundi ég alltaf greiða atkvæði út frá minni eigin sannfæringu. Það er skylda mín og ég hef talað svo mikið fyrir því að annað kemur ekki til greina þó að það mundi skapa mér óvinsældir.