138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[12:03]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um að það hefði verið mjög æskilegt ef þinginu hefði auðnast að binda í stjórnarskrána þjóðaratkvæðagreiðslu eins og nokkrir flokkar vildu gera hér fyrr á þessu ári, en því miður náðist ekki samstaða um það og það fór ekki í gegn. En við getum líka horft á málið í því ljósi, úr því að það er í þessari stöðu núna og við náðum því ekki í gegn, að það er líka jákvætt að þjóðin fái fyrst að segja hug sinn um þær hugmyndir og tillögur sem koma með aðildarumsókninni áður en stjórnarskránni verður breytt að því er varðar fullveldisframsalið. Það eru því kostir og gallar í hvoru tveggja.