138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[17:06]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að mér gefst færi á að leiðrétta misskilning ef hann er uppi um skoðun mína í þessum efnum. Þótt ég hafi tiltekið Danmörku sem dæmi um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem vissulega þarf ákveðið lágmark þátttakenda, er ég ekki þeirrar skoðunar að setja eigi lágmark og best að árétta það að ég er fullkomlega sammála hv. þingmanni í þessu efni.