148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

almannatryggingar.

97. mál
[17:52]
Horfa

Flm. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni og meðflutningsmanni mínum, Guðmundi Inga Kristinssyni, kærlega fyrir andsvarið og stuðninginn. Ég hef í sjálfu sér fáu við þetta að bæta nema því að ég beini því til hv. velferðarnefndar þegar hún tekur málið til umfjöllunar að skoða þann punkt sem hv. þingmaður bendir á varðandi ákveðna misbresti, ef segja má svo, á skaðabótalögum þegar slys eiga sér stað. Ég veit ekki hvort það sé kannski önnur umræða sem kalli mögulega á annað lagafrumvarp, það er hægt að skoða.