150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

lyfjalög.

266. mál
[17:46]
Horfa

Flm. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta andsvar. Ég er bara ekkert á móti því að fólk noti náttúrulyf meira. Ég er fylgjandi nýsköpun og þróun og kynningu á því að mesta frelsið felist í því að gera hluti helst eins og menn kjósa, svo fremi sem það skaðar ekki aðra. Slæmt aðgengi að lyfjum getur verið vandamál, t.d. fyrir okkur sem búum úti á landi. Ég hef sjálf lent í því að vera í fermingarveislu úti á landi þar sem vantaði ofnæmislyf og þá hefði verið ágætt að geta nálgast þau einhvers staðar um helgi, lengst úti á landi. Ég ætla ekki að vera í dómarasæti um það hvaða lyf nákvæmlega ættu að vera í flokki þeirra lyfja sem yrði heimilt að selja í almennum verslunum heldur er það Lyfjastofnunar að meta hvaða tegundir falli þar undir og henti.

Við hv. þingmaður verðum því einfaldlega að vera ósammála í þessu máli.