152. löggjafarþing — 24. fundur,  19. jan. 2022.

framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.

11. mál
[17:44]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég veit ekki hvort ég ætla að fara í andsvar við hann um þýðingu á nöfnunum okkar. En það er eins og hv. þingmaður segir: Það er nóg til. Ég er ekki viss um að það að taka ákveðinn hluta af þessari línuleið geri það að verkum að Landsnet rúlli á hliðina. Við erum að tala um nokkurra kílómetra kafla, sem skiptir þetta sveitarfélag verulegu máli, en í stóra samhenginu held ég að þetta skipti litlu máli. Ég sit sjálfur sem stjórnarformaður í orku- og dreifingarfyrirtæki sem heitir HS Veitur og fyrir það fyrirtæki skiptir miklu máli að hægt sé að dreifa orkunni þangað sem hún þarf að fara. HS Veitur dreifir orku á Selfossi, í Hafnarfirði og víðar, þannig að það skiptir máli að þetta komist allt í lag. En ég tel eðlilegt að við gerum þetta á réttan hátt.