140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[10:12]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um afar umdeilt mál. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það vantar því miður fjölmarga þingmenn í þingsal. Ég verð að viðurkenna að það er frekar erfitt að greiða atkvæði í dag vegna þess hvernig vinnubrögðin hafa verið í þessu máli. Gert var samkomulag í fjárlaganefnd um að greiða fyrir framgangi þessa máls en samt er mjög margt ámælisvert. Ég vil sérstaklega nefna að gögn hafa komið fram mjög seint, voru merkt sem trúnaðargögn, og þingmenn hafa því ekki haft nógu gott tækifæri til að kynna sér þau. Hins vegar er þingmönnum skylt að greiða atkvæði í þingsal og þess vegna ætla ég að taka þátt í atkvæðagreiðslu en vegna þess hvernig málið er vaxið kýs ég að greiða atkvæði gegn málinu í heild með því að ýta á nei til að lýsa andstöðu minni við vinnubrögðin. Ég segi því nei, virðulegi forseti.