143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:02]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svör hans.

Ég er líka hugsi yfir því að viðbrögð úti í þjóðfélaginu hafa verið svolítið einsleit. Þeir sem hafa verið ánægðir með þá yfirlýsingu ráðherra að afturkalla lög um náttúruvernd, eða það sem hann er að framkvæma nú, eru landeigendur, ferðafrelsi og forusta Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þeir sem eru mjög ósáttir eru Landvernd og Náttúrusamtök Íslands. Segir þetta eitthvað um hvar málið er statt, hagsmuna hverra er verið að gæta í því og við hvern eigi að ná sátt og hverjir eigi að sitja eftir með sárt ennið í þessu stóra hagsmunamáli þjóðarinnar?