148. löggjafarþing — 25. fundur,  19. feb. 2018.

samgöngur til Vestmannaeyja.

[15:48]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég ítreka fyrra svar mitt. Þetta mál er í mjög jákvæðri skoðun. Við erum að greina kostnaðinn af þessu, hvað þetta þýðir. Síðastliðin tvö ár hefur hann sennilega verið tæpar 40 milljónir, þ.e. í mars og apríl. Ef við værum sannfærðir um að skipið kæmi í byrjun september væri þetta alveg vandalaust, við værum að fara inn í nýja tíma. En ég þyrfti að greina það aðeins betur áður en við tækjum slíka ákvörðun. En ég er mjög jákvæður á að gera þetta. Þetta er réttlætismál, ég tek undir með hv. þingmanni. Þetta er hluti af samskiptum mínum við Eyjamenn allt frá því að ég var kosinn á þing 2009, eðli máls samkvæmt hefur það staðið hæst upp úr þeim hversu óréttlátt það er að borga þrisvar sinnum hærra gjald, fyrir utan tímalengdina og óþægindin við að þurfa að sigla í Þorlákshöfn.

Ég er að skoða þetta með mjög jákvæðum hætti og vonast til að geta tekið slíka ákvörðun fyrr en seinna.