149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[21:28]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Enn þakka ég hv. þingmanni. Já, ég tel að mjög varlega sé farið í þessu frumvarpi. Ég hef ekki áhyggjur af því. Ég sé ekki, eins og margir hv. þingmenn, að hér sé um að ræða allsherjarkollsteypu. Þá finnst mér að menn séu í senn að oftúlka það sem í frumvarpinu felst og vanmeta okkar ágætu bændur. Það er ekkert flóknara en það. Ég sé ekki kollsteypuna þó að við gerum breytingar á þessu fyrirkomulagi. Bændur eiga og reka sín stóru fyrirtæki. Það er ekki verið að tala um að svipta þá þeim fyrirtækjum. Það er ekki verið að tala um það, bara verið að tala um að þau lúti eðlilegum leikreglum. Og ef bændur geta ekki rekið fyrirtæki sín í sína þágu — ég treysti þeim til þess, en ég veit ekki með aðra hv. þingmenn.