150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

bætur vegna ærumeiðinga.

278. mál
[12:59]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það má vel hafa skoðun á því að þetta frumvarp hefði átt að koma á eftir einhverju öðru. Ég tel samt frumvarpið mjög tímabært, að fara úr því að refsa fyrir ærumeiðingar og hafa um þær hegningarlög sem stangast á við tjáningarfrelsið og yfir í að hafa sérlög um bætur vegna ærumeiðinga. Það þýðir ekki að það sé minna eða meira mikilvægt en eitthvað annað sem er í gangi í ráðuneytinu. Eins og ég sagði áðan skiptir persónuvernd miklu máli við birtingu dóma, bæði varðandi börn o.fl. sem hv. þingmaður nefnir, og ég mun skoða það. En það tengist þessu máli ekki beint þó að það sé engu að síður mikilvægt að koma því í lag.