152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

uppbygging geðdeilda.

14. mál
[17:05]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að nota tækifærið hér til að lýsa afdráttarlaust þeirri skoðun að mér finnst að Landspítalinn eigi að vera mjög sterkt batterí þar sem bæði er gætt að líkamlegri og andlegri heilsu, líkamlegu og andlegu heilbrigði. Mér finnst skipta ofboðslega miklu máli að styrkja þann þátt. Hér er talað um heilbrigðisþjónustu utan þessa kerfis. Ekki eru liðin nema þrjú ár síðan samþykkt voru hér á þingi lög um að fella almenna sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið. Þetta er t.d. ein leið til að styðja við einkaaðila sem eru að sinna geðheilbrigðisþjónustu en samt sjáum við ekki nema — hvað var þetta á endanum? 250 millj. kr. í fjárlögum settar inn í það kerfi til að fylgja lögunum eftir. Þar af þurfti að kría út 150 milljónir í þinglokasamningum. Þetta er eitt. Annað er náttúrlega það fjársvelti sem SÁÁ og Vogur hafa staðið frammi fyrir eins og bent var á í fjárlagaumræðunni. Við höfum ótal tækifæri og sóknarfæri til að styðja betur við heilbrigðisþjónustu utan Landspítala sem ég vildi óska að stjórnarliðar nýttu með skynsamlegri hætti.