152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.

20. mál
[18:48]
Horfa

Flm. (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og jafnframt spurninguna. Hún er mikilvæg og það eru víða virkilega góðir verkferlar og gott utanumhald um þessi mál og utan um samskipti lögreglu við félagsmálayfirvöld og barnavernd. Þingsályktunartillagan snýst um að festa þetta í sessi alls staðar þannig að þetta sé alls staðar, ekki bara eftir því hversu gott samstarf er á milli félagsmálayfirvalda og lögreglu í viðkomandi umdæmi. Að við séum með kjarnann utan um þetta, að þetta séu reglurnar og að þetta sé lagaheimildin, að hún sé skýr og engum vafa undirorpið hvernig við eigum að bregðast við slíkum aðstæðum.