133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

upplýsingar og samráð í fyrirtækjum.

231. mál
[18:55]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur verið þannig um langa hríð hér á landi að það hefur verið leitast við að ná samkomulagi um t.d. svona mál milli aðila vinnumarkaðarins sem er mjög mikilvægt vegna þess að við viljum hafa samstarf, frið og ró á vinnumarkaði. Afstaða mín í þessu máli er einfaldlega sú að leita samstarfs og samstöðu manna um það. Ég ætla ekki að fara að gefa upp mína pólitísku sýn. Málið er í ákveðnu ferli og það er mikilvægt að við höldum okkur við þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð hér á vinnumarkaði um langa hríð og þetta er dæmigert mál að því leyti.