143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:57]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni en mig langar til að velta því aðeins upp með þingmanninum hvort hún telji að með því að afturkalla þessi lög nái hæstv. ráðherra meiri og víðtækari sátt — ég hef áhyggjur af því við hverja hann vill helst ná sátt.

En deilir þingmaðurinn því með mér að það sé ekki endilega í farvatninu að ná meiri sátt með því að henda þessum lögum út og ætla að fara í þau að fullu aftur? Hverra yrði þá sáttin, þ.e. er það náttúran, náttúruverndarsjónarmiðin eða eru það einhverjir aðrir nýtingarsinnar sem yrðu þar ofan á?