150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

CBD í almennri sölu.

285. mál
[16:30]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Halldóru Mogensen kærlega fyrir framsöguna og fyrir að leggja þetta mál fram. Nú hef ég heyrt aðeins í umræðunni, og kem hingað upp til að fá það almennilega fram, að fólk er að slá saman þessari mjög svo gagnlegu þingsályktunartillögu við afglæpavæðingu fíkniefna og svo þriðja málinu sem er neyslurými hjá heilbrigðisráðherra. Ég vil því spyrja hv. þingmann einfaldrar spurningar: Hefur þetta eitthvað með vímuefni að gera?