152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:40]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Vegna orða hv. þingmanns vill forseti geta þess að það er að jafnaði forsætisráðherra og forsætisráðuneytið sem skipuleggur hvaða ráðherrar koma til svara í fyrirspurnatímum. En þegar fyrirsjáanlegt var að það yrði fáliðað var óskað eftir því að reynt yrði að tryggja nærveru fleiri ráðherra, sem tókst ekki. Forseti hefur ekki sjálfur skýringar á því hvernig á því stendur, en eins og forseti gat um áðan verður þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram komið á framfæri.