152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:46]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa kvartað yfir því að einungis tveir ráðherrar sjái sér fært að mæta. Það að tíu ráðherrar skuli vera fjarverandi og engar skýringar séu á því hjá forseta er alls ekki viðunandi. Vonandi geta þeir ráðherrar sem hér eru, upplýst okkur hin um hverjar ástæðurnar eru. En mér var líka litið á mætingartöflu hér frammi þar sem sést að einungis 26 þingmenn og/eða ráðherrar eru í húsi og mér er spurn: Er smit svo mikið á Alþingi að næstum því 2/3 þingmanna eru ekki á staðnum? Er þetta orðið eins og í mörgum skólum í dag þar sem fæstir nemendur mæta vegna þess að þeir eru annaðhvort í sóttkví eða einangrun? Er það hér líka eða eru menn einfaldlega einhvers staðar annars staðar?