153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

desemberuppbót fyrir öryrkja.

[15:19]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Líkt og ég kom inn á hér í fyrra svari mínu þá voru þessi 3%, sem voru sett inn um mitt ár, og síðan 6%, sem nú er horft til, hugsuð til að mæta þeim breytingum sem orðið hafa vegna verðbólgu. Líkt og ég svaraði hér áðan hef ég beitt mér fyrir því að það komi inn eingreiðsla um áramótin. Ég á von á því að þeirri beiðni minni verði mætt að einhverju leyti. Nákvæmlega hver upphæðin er er eitthvað sem liggur í fjáraukalögunum eða frumvarpinu sem verður lagt fram hér á þingi í þessari viku, ef ég fer rétt með.