132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

313. mál
[16:36]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það gefst tími til að fjalla um þetta seinna á þinginu. Hæstv. ráðherra er búin að gera grein fyrir því, að mér skilst, að þessar 10 millj. renni einungis til þeirra sem eiga eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum í nánast bókstaflegri merkingu. Ég óska hins vegar eftir að hún geri grein fyrir því hvort sú upphæð eigi að koma að auki venjulegum styrk eða eigi að vera hluti af honum. Það skiptir líka máli. Er það þannig að menn fái styrkveitinguna, það hlutfall sem þeir eiga skilið samkvæmt reglunum, og fái síðan 10 millj. eða er gert ráð fyrir að milljónirnar, eða hlutur hvers af þessum 10 millj., séu að auki, því þar væri um mismunun að ræða sem afsakast ekkert af fyrri mismununum í málinu?