146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

um fundarstjórn.

[14:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar til að minnast aðeins á fundarliðinn störf þingsins. Þess vegna var ég að reyna að komast að hérna áðan þegar störf þingsins voru. Það virkar þannig að klukkan átta þarf að senda tölvupóst til að panta tíma í störfum þingsins. Hjá mörgum okkar er það sá tími þar sem við erum með krakka skríðandi yfir hausinn á okkur og erum að reyna að koma þeim í skólann. Það er mjög flókið að ná þessu öllu saman akkúrat á þeim tíma. Það er líka mjög mikið misvægi ef maður stillir það þannig að pósturinn sendist sjálfkrafa, þá er þetta bara orðið eins og að kasta teningi. Ég vildi beina því til forseta og forsætisnefndar að endurskoða það hvernig við fáum úthlutað tíma í störfum þingsins í samvinnu við alla þingmenn.