149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

lífrænn landbúnaður og ylrækt.

269. mál
[17:37]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni, fyrir þessa fyrirspurn og ég fagna henni eins og þeirri fyrirspurn sem var fyrr á dagskrá, í ljósi þess að við eflum íslenskan landbúnað og aukum matvælaöryggi og fæðuöryggi og búsetu á landinu eins og í hinu fyrra máli.

Eins hlýtur það að minnka kolefnisfótspor í lofti og á legi ef við minnkum innflutning á matvælum með því að vera sjálfbærari í eigin matvælaframleiðslu. Tel ég að þetta sé gott spor í þá átt og þakka fyrir þessa umræðu.