152. löggjafarþing — 26. fundur,  25. jan. 2022.

gögn frá Útlendingastofnun.

[13:56]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég verð að segja það, eins og ég minntist á áðan, að Útlendingastofnun er að bregðast trausti Alþingis þar sem hún hét því fyrir áramótin í góðu samkomulagi að koma með þessi gögn til þingsins. Þess vegna segi ég enn og aftur: Ráðherra málaflokksins verður að hlutast til um það, augljóslega, að gögnin skili sér. Sem betur fer eru margir sem vilja verða íslenskir ríkisborgarar. Við eigum að fagna því. Og eins og hér hefur verið rakið líka þá eru breyttar aðstæður í heiminum, það er ekki að ástæðulausu sem fólk er að sækja um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Við þurfum að gera enn betur í þessum málaflokki en við höfum gert og það er mjög mikilvægt að dómsmálaráðherra sýni dug og stígi inn í þetta mál og afgreiði það nú þegar.