154. löggjafarþing — 26. fundur,  9. nóv. 2023.

viðbragðsáætlun og framkvæmdir vegna eldgoss.

[10:49]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Má skilja á hæstv. forsætisráðherra og formann þjóðaröryggisráðs sem svo að ef fram komi tillaga frá almannavörnum um að ráðast í gerð varnargarða þá muni ríkisstjórnin eða hæstv. forsætisráðherra umsvifalaust samþykkja að fara að þeirri tillögu? Nú vísa ég aftur í Ármann Höskuldsson sem sagði að það væri í raun allt til reiðu, það þyrfti bara að gefa leyfi, stjórnvöld þyrftu að gefa leyfi til að hefjast handa. Kemur það leyfi þá um leið og formleg tillaga liggur fyrir frá almannavörnum? Einnig spyr ég hvort það sé búið að meta það hvernig fólk verði hýst ef þarf að rýma einhver svæði vegna náttúruhamfara.