132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[16:03]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vildi að það kæmi fram af minni hálfu að það þarf leyfi tilraunadýranefndar til að nota dýr við rannsóknir þannig að það sé algerlega ljóst. En hér er hins vegar um það að ræða að lagt er fortakslaust bann við því að nota dýr til að gera tilraunir með snyrtivöruefni.

Það var líka nefnt áðan að verkaskipting milli ráðuneytanna, þ.e. umhverfisráðuneytisins og landbúnaðarráðuneytisins, væri kannski ekki nógu skýr. Við höfum verið að skoða þau mál og við höfum í hyggju að gera þar á bragarbót svo það sé þá alveg ljóst líka.