146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:41]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherra svörin. Ég efast ekkert um það frekar en hæstv. ráðherra að konur eru algjörlega jafn hæfar til þess að gegna dómstörfum og karlarnir. Einhverra hluta vegna er það nú þannig að þrátt fyrir það hallar mjög á konur í dómarastétt og svo sem á fleiri sviðum þrátt fyrir að þær séu jafn hæfar. Síðan erum við auðvitað með lög í landinu um jafnrétti og að taka eigi tillit til kynjasjónarmiða. En áhöld eru um hvort dómstólarnir og stjórnsýsla dómstólanna telji sig bundna af þeim lögum. Hver er skoðun ráðherrans á því?