152. löggjafarþing — 26. fundur,  25. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[17:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ítreka að auðvitað á dómsmálaráðuneytið að framfylgja vilja þingsins og þeim lögum sem hér eru sett hvað varðar meðferð þess á þeim málum sem því sem stofnun er falið að sinna. Hvað varðar kostnaðarmatið þá skoðaði nefndin það. Þær tölur sem settar eru fram með frumvarpinu eru þær tölur sem gilda um það, það er verið að fjölga ráðuneytum um tvö. Hins vegar er það þannig að málaflokkar færast hér á milli og þá mun munu fjárheimildir flytjast með þeim á milli ráðuneyta. En sú kostnaðargreining sem fylgdi með þingsályktunartillögunni er sú kostnaðargreining sem stendur.