Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 26. fundur,  7. nóv. 2022.

eftirlit með menntun, aðbúnaði og réttindum barna í skólum.

293. mál
[17:11]
Horfa

Elín Anna Gísladóttir (V):

Forseti. Mig langaði aðeins að koma inn á ytra mat af því að við vorum að tala um aðbúnað eins og húsnæði skólanna. Ytra mat er bara þrenns konar. Það er stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat. Húsnæði er ekkert sérstaklega tekið fyrir í ytra mati. Það er ekki til að svara spurningunni, en mig langaði bara að koma að athugasemd um að það er ekki þarna inni. Skólarnir geta sett fjórða þáttinn inn sjálfir. Síðan eru þeir að leggja niður ytra mat eftir því sem ég best veit. Hvað tekur þá við og verður eitthvað sérstakt sem mun horfa á húsnæði í því samhengi?