143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

virðisaukaskattur.

166. mál
[17:15]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vonandi seljum við þá orku sem til er í kerfinu núna en við gerum það ekki í dag. Hún rennur ónýtt til sjávar þannig að ég mundi alla vega vilja hinkra með þetta þangað til við erum búin að selja orkuna. Þá getum við keypt þessar dælur. Ég held að það eigi nú ekki að taka mjög langan tíma með þeim samgöngum sem eru í dag. Við vitum að þessar dælur munu slitna eins og annar vélbúnaður. Það kostar peninga að keyra þær á hverju ári þannig að ef við frestum því að eyða gjaldeyri í dælurnar hlýtur að teljast til tekna fyrir þjóðarbúið.