Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég kem hérna upp til að taka undir með hv. þm. Ingu Sæland. Okkur ber að sýna kvennafundinum í Hörpu þá virðingu, þar sem nær helmingur þingmanna á þinginu eru konur, að þær gætu farið á fundinn og við hefðum þá bara lokað hér á meðan. Annað eins hefur nú verið gert. Annað sem ég myndi vilja vita, og væri auðvitað nauðsynlegt að ég tel, er hvort ekki sé verið að ræða á þessu kvennaþingi málefni aldraðra kvenna, hvernig komið er fram við þær á Íslandi og um mannréttindi þeirra. Það væri mjög gott mál ef einhver væri á leið á þingið og tæki það upp og léti vita af því að þau mannréttindi sem við teljum okkur hafa og erum að hæla okkur af að séu hér mjög góð, gilda því miður ekki um alla og verst sett er aldrað fólk.