Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:42]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil koma hérna upp aftur og taka enn þá meira undir þetta. Ég var á þessu Norðurlandaráðsþingi, eða ég fór á Norðurlandaráðsþingið en fór samt ekki og var eiginlega að koma til baka, sem er önnur saga. En það var þó gefið frí hér á þingi þegar Norðurlandaráðsþingið stóð yfir og þá vorum við hvað, sjö, átta þingmenn. Ég get ímyndað mér að það væri ekki mikið vandamál fyrir þær konur sem eru staddar hérna á þinginu að komast í Hörpu. Og ef þær færu þangað væri aldrei sagt við þær að þær hefðu aldrei farið þangað, eins og var sagt við mig, en það er stórfurðuleg saga. En eins og ég segi, ég ítreka að mér þykir alveg sjálfsagt mál að við hefðum frestað þinginu og leyft þeim konum, bara öllum konum á þingi, ég sé að það eru ekki nema ein eða tvær eða þrjár — ég spyr mig hvort þær hefðu ekki viljað vera í Hörpunni núna. Ég held það.(Gripið fram í.)